Hverfið mitt – Háaleiti og Bústaðir er eitt allra skemmtilegasta verkefni sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Við endurmótuðum sleðabrekku fyrir neðan Grímsbæ. Við gerðum glæsilegan púttvöll í Fossvogi. Settum upp hjólaskýli við Víkings heimilið, gerðum grillaðstöðu í Úlfaskógi og margt fleira.