Um Vogaklett

Vogaklettur var stofnaður árið 2018 af Jóhannesi Pétri Héðinssyni. Fram að því hafði hann að mestu starfað við jarðvinnu, yfirborðsfrágang og ljósleiðaralagnir. Í frístundum hefur hann stundum verið í skóla og er hann með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk vinnuvélaréttinda, meiraprófs og hann hefur lokið námskeiði í merkingu vinnusvæða.

Stígandinn í fyrirtækinu hefur verið jafn og þéttur. Innan þess hefur byggst upp reynsla og mannauður ásamt því sem tækjakosturinn er þannig að við getum leyst flest þau verkefni sem að höndum ber.

Við höfum einnig víðtækt tengslanet hönnuða, tæknifólks og iðnaðarmanna í flestum geirum svo flest verkefni getum við leyst í samstarfi og samvinnu við aðra.

Okkur langar að halda áfram að fást við skemmtileg og skapandi verkefni þar sem við höfum ánægju verkkaupa að leiðarljósi.

Ekki hika við að hafa samband í síma 893 1512 eða í forminu hér fyrir neðan og við skoðum hvað hægt er að gera fyrir þig.

Sendu okkur skilaboð

    Your Name (required)

    Your Email (required)

    Subject

    Your Message